Til hamingju ísland – um skuldaleiðréttingar og barnafátækt.

Ríkisstjórnin með þá Bjarna Ben og Sigmund Davíð í fararbroddi kynna aðgerðir til handa sumum heimilum. Fimmtán þúsund heimili með húsnæðislán fá ekkert, auk þeirra fjölmörgu sem eru í leiguhúsnæði. Engin veit ennþá hvort þeir fá fyrir pítsunni og allir sem sækja um leiðréttingu þurfa að skipta við fyrirtæki þar sem fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar gætir beinna hagsmuna.

Hinsvegar voru í dag gefin út Hagtíðindi  sem innihalda Félagsvísa um Börn og Fátækt, frá Hagstofu Íslands þar sem mun alvarlegri og mikilvægari upplýsingar koma fram. Árið 2013 bjuggu fleiri börn en fullorðinir undir lágtekjumörkun 12.2% miðað við 9,3% af þeim lifðu 8.3% þeirra við skort á efnilslegum gæðum. Sem dæmi um slík gæði má nefna að hafa ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri próteinríkri máltíð annan hvern dag, geta greitt fyrir síma, reka bíl og kynda húnsæði sitt með fullnægjandi hætti.

Ef að gögnin eru rýnd frekar kemur í ljós að 28,2% barna sem búa í leiguhúsnæði eru undir lágtekjumörkum og 20,6% þeirra búa við skort á efnilslegum gæðum. Þó búa flest börn á íslandi í á heimilum sem eru með húsnæðislán en 7,5% þeirra eru undir lágtekjumörkum og 5% þeirra búa við skort á efnislegum gæðum. Einnig býr hærra hlutfall ungra barna (á aldrinum til 0-5) ára undir lágtekjumörkum eða 16,2%. Börn einstæðra foreldra voru einnig mun líklegri til að búa undir lágtekjumörkum eða 30,8% . Þá bjuggu 25% barna einstæðra foreldra við skort á efnislegum gæðum.

Af þessu má draga þá ályktun að ung börn sem eiga einstæða foreldra á leigumarkaði séu sérstaklega útsett fyrir fátækt og skort á efnislegum gæðum í okkar samfélagi.

Hafa ber í huga að þetta eru ekki einungis prósentur á blaði og í skýrslu, á bak við hverja tölu býr barn við fátækt og skort á efnislegum gæðum. Niðurstöðurnar eru skýrar, það vantar raunverulegar aðgerðir til að lækka framfærslukostnað foreldra ungra barna t.d með lækkun á leikskólagjöldum, það þarf að stórlega hækka húsaleigubætur þannig að þeir sem eru leigumarkaði sitji við sama borð og þeir sem fá tékkan frá ríkisstjórninni.

Við þurfum alvöru aðgerðir þessum hópi til handa og það strax!

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *