Um hvað verður kosið í vor?

Þetta er spurning sem var yfirskrift fundar Vinstri grænna í Reykjavík síðastliðin laugardag. Ég var stödd á fundinum og hef síðan þá velt þessari spurningu fyrir mér. Um hvað verður kosið í vor? Hvað er stóra kosningarmálið? Hvernig verður mál að kosningarmálinu með stóru kái? Ég held að kosningarnar í vor eigi eftir að snúast um hverjum borgarbúar treysti til að stjórna á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. Hvað skiptir mestu máli? Eru það leikskólar eða mislæg gatnamót? Er það þjónusta við aldraða eða golfvöllur í Viðey? Skiptir máli hvort árið 2010 sé tileinkað hönnun eða velferð barna? Framundan blasir niðurskurður við í fjármálum borgarinnar- þeir sem ekki halda því fram segja ekki satt. Forgangsröðun í þágu velferðar, barna og aldraðra skiptir því höfuð máli þegar næstu fjögur ár eru höfð að leiðarljósi. Ég treysti Vinstri grænum til að segja satt og ég treysti Vinstri grænum til að forgangsraða í þágu Velferðar og félagslegs réttlætis.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *