Um opið þjóðfélag

Ég tel mig þurfa að svara fyrir mig vegna greinar sr. Arnar Bárðar Jónssonar sóknarprests í neskirkju sem birtist á visir.is í dag. Þar er ég sem fulltrúi VG í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar sökuð um að starfa í anda ráðstjórnar, þröngsýni og hafta og beðin um að hugsa opið og treysta náunganum.

Ég treysti fagfólki í skólum borgarinnar fyrir því að samstarfi milli skóla og trúfélaga sé vel háttað. Ég trúi því að víðast hvar séu málin í góðum farvegi. Hinsvegar hefur skólasamfélagið, bæði kennarar og foreldrar kallað eftir skýrari viðmiðum frá borginni.

Málið á sér langa sögu eða allt til ársins 2006 þegar menntaráð skipaði starfshóp um samskipti kirkju og skóla, þar átti m.a. Biskupsstofa fulltrúa. Starfshópurinn skilaði skýrslu árið 2007 sem tillaga Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri-grænna byggir að miklu leyti á. Þó svo að séra Örn sé þeirrar skoðunar að börn verði bara “að kyngja því” að tilheyra minnihlutahóp,  þá var starfshópurinn á annarri skoðun og taldi að “forðast ætti að skapa aðstæður þar sem börn væru fjarlægð úr hópnum”. Þessi skoðun er síðan ítrekuð í lögfræðiáliti sem unnin var fyrir Menntamálaráðneytið vegna  trúarbragðafræðslu í skólum.

Ég neita því hreinlega að ég sé að ganga erinda einhverra hagsmunahópa eða félagasamtaka við vinnslu þessarar tillögu. Ég er að vinna þetta mál eins og öll önnur mál, út frá minni sannfæringu og með mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar að leiðarljósi. Ég deili einfaldlega ekki þeirri skoðun sr. Arnar Bárðar Jónssonar um að börnum beri einfaldlega að “kyngja því” að tilheyra minnihlutahópi. Í skólum Reykjavíkur á ÖLLUM börnum að líða vel óháð trúar-og lífsskoðana þeirra eða foreldra þeirra. Það tel ég vera opið og lýðræðislegt þjóðfélag.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

2 Comments

Filed under Blogg

2 Responses to Um opið þjóðfélag

  1. Elin Helga

    Ok..en væntanlega hefur þú skoðun samt sem áður sem væri gaman að heyra..knus e the fræ

  2. Það er mín skoðun að skólinn eigi að þjóna öllum börnum óháð trúar- og eða lífsskoðunum þeirra eða foreldra þeirra. Ég tel óvænlegt að skólinn sé viljandi að skapa aðstæður þar sem börn eru fjarlægð úr hópnum. Best er að kenna um trú í stað þess að kenna trú og þá geta öll börn tekið þátt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *