Um reyk og spegla – séreignarsparnaður er ekki það sama og húsnæðissparnaður!

“Séreignarsparnaður er valfrjáls viðbótarlífeyrissparnaður sem gerir fólki kleift að viðhalda eða auka lífsgæði sín er starfsævi líkur. Langtímasparnaður veitir sveigjanleika varðandi starfslok og möguleika á auknum ráðstöfunartekjum. Séreignarsparnaður er hagstæðari en almennur sparnaður meðal annars vegna skattafrestunar og mótframlags atvinnurekenda.” (Hanna Magnea Hallgrímsdóttir, 2010).

Já einmitt!

Séreignarsparnaður er lífeyrissparnaður sem á að gera fólki kleift að viðhalda eða auka lífsgæði sín þegar það hverfur af vinnumarkaði. Þannig getur það aukið ráðstöfunartekjur sínar þegar starfsævi lýkur.

Húsnæðissparnaður er allt annað. Þar er hægt að spara oft í gegnum sérstök húsnæðisfélög fyrir útborgun í íbúð eða kaup á búseturétti. Kerfið er oftast byggt upp þannig að hvati er til sparnaðar, til dæmis með skattaafsláttum fyrir ungt fólk sem er að spara fyrir fyrstu eign. Einnig er nokkuð útbreitt t.d í Svíþjóð að þeir sem spari í gegnum ákv. húsnæðissamvinnufélög fái forkaupsrétt á búseturéttum hjá viðkomandi. Þannig getur fólk t.d. valið að leigja hjá húsnæðissamvinnufélagi og borgað aukalega í húsnæðissparnað á sama tíma til að geta keypt búseturétt hjá félaginu, janfvel íbúðina sem viðkomandi leigir. Þetta er sveiganlegt kerfi sem gerir fólki kleift að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir þá sem kjósa að kaupa íbúð eða búseturétt.

Hér á landi virðist ríkja sá misskilningur að séreignarlífeyrissparnaður sé það sama og húsnæðissparnaður. Bæði “aðgerðir” ríkisstjórnarinnar, sem felast í því að láta fólk spara og greiða sjálft inn á höfuðstól lána sinna, og nýlegar auglýsingar Landsbankans um að nota séreignarsparnað til húsnæðiskaupa eru dæmi um þetta.

Köllum hlutina sínu réttu nöfnum – hér á landi er verið að bera saman epli og appelsínur eða janfvel bara kiwi…

Spörum til efri áranna með séreignarsparnaði (fyrir þá sem hafa efni á því).

Bjóðum ungu fólki síðan upp á skattfrjálsan húsnæðissparnað.  Þannig má draga úr þenslu og auka stöðugleika samhliða fleiri valkostum húsnæðismarkaði s.s. búseturétti.

 

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *