Um stólaleiki og hrossakaup.

Nú hafa verið kynnt áform um að breyta til í ríkisstjórn. Bæði færa til ráðherra og sameina ráðneyti. Eru þetta stólaleikir og hreppapólitík? Mikilvægt er að vanda til verka við jafn mikilvægt verkefni og endurskipulagningu ráðneyta. En til hvers að standa í þessu brölti? Ég vill trúa því að ríkisstjórnin sé með þessum aðgerðum að svara kröfu almennings um sparnað í efsta lagi stjórnsýslunnar. Það er að mínu mati ekkert heilagt við uppskiptingu ráðneyta. Ráðneyti hafa engan tilverurétt í sjálfu sér heldur þjóna þau því hlutverki að framkvæma stefnumótun stjórnvalda í landinu að hverju sinni. Auðvitað er ekki æskilegt að hringla fram og til baka með stjórnsýsluna og breytingar breytinganna vegna eru fráleitar. Hinsvegar er eðlilegt að taka þessa hluti til gagngerar endurskoðunar í því árferði sem nú ríkir. Þó ber að huga að því að láta fagmennsku og heildarhagsmuni skattgreiðenda ráða för við breytingarnar en ekki stólaleiki og pólitísk hrossakaup.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *