Uppgjör?

Mikið er búið að mæða á landanum síðustu viku, rannsóknarskýrsla og eldgos í sömu vikunni. Það hlýtur að hafa verið nóg að gera á fjölmiðlum. Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi lesið þessa skýrslu alla, enda tók það leikarana í borgarleikhúsinu rúma 6 sólarhringa að komast í gegn um hana. Ég hef þó gluggað í valda kafla og þarna er á ferð ótrúleg lesning. Nú er kallað á uppgjör við hrunið og að fólk axli ábyrgð á gjörðum sínum, þar með taldir stjórnmálamenn. Þó er vert að minna á að íslendingar hafa tækifæri til að gera upp við fortíðina þann 29. maí nk. Það var ekki “sami rassinn” undir öllum. Það má glöggt sjá í tengslum flokka við fjármagnseigindur, þ.m.t. bankanna. Vinstri-græn eru með ársreikninga sína aðgengilega á heimasíðu hreyfingarinnar.  Það má einnig benda á þingmál VG frá 2005 – það er áhugaverð lesning í samhengi við lestur skýrslurnar. Annars er nóg vinna framundan hjá okkur öllum við að endurskoða stjórnsýsluna, tryggja aðgengi borgaranna að ákvarðanatökum og auka gagnsæi. Þar eru sveitarstjórnarmenn ekki undanskildir og full ástæða til að rannsaka þeirra aðkomu að hruninu líka eins og Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi VG hefur lagt til og lesa má um á smugunni með því að smella hér.

Þangað til næst….

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *