Vald lóðareigenda og “byggingarréttar” í skipulagi borgarinnar

Þann 20. júlí sl. skrifar Pétur H. Ármannsson arkitekt ágæta grein á vísi þar sem hann rekur vandamálið við skipulag þess svæðis sem í daglegu tali er kennt við NASA/Ingólfstorg en snýr að miklu meira m.a Austurvelli, Fógetagarðinum ofl. Málið hefur verið talsvert til umfjöllunar og hafa margir tjáð sig um það og u.þ.b tíu þúsund manns skrifað undir mótmæli gegn fyrirhugaðri hóteluppbyggingu á svæðinu. Pétur bendir hinsvegar á það vald sem lóðareigendur hafa yfir skipulagsyfirvöldum borgarinnar í málum sem þessum. Fáir gera sér grein fyrir að þegar þú kaupir lóð þá fylgir henni svokallaður byggingarréttur. Samþykkt skipulag og byggingarétturinn se því fylgir fyrir viðkomandi svæði er frá 1987 og ef borgin ætlar að breyta því t.d minnka byggingarmagnið verður hún skaðabótaskyld gagnvart eigenda byggingaréttarins. Rökin sem notuð hafa verið fyrir þessu fyrirkomulagi eru m.a sú að lóðarverð ráðist af töluverðu leyti á því hversu mikið megi byggja upp á viðeigandi lóð, þ.e hversu mikið lóðareigandinn myndi græða ef hann myndi byggja hús og selja þau.

Greinarhöfundur skrifar m.a;

“Vandinn sem við blasir í þessu tilviki og öðrum hliðstæðum verður ekki leystur á forsendum skipulags og byggingarlistar nema að áður sé tekið á stjórnsýslu- og lögfræðilegum þætti málsins. Hér á landi hefur tíðkast að úthluta byggingarrétti á grundvelli staðfests deiliskipulags án eðlilegra fyrirvara um rétt sveitarfélags til að endurskoða skipulagið eftir tiltekinn árafjölda án þess að slíkt kalli á skaðabætur. Í dag er byggingarréttur gjafakóti, ævarandi eign lóðarhafa og sem slíkur varinn af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár.”

Þessi staðreynd kemst í hámæli í hvert sinn sem deilt er um uppbyggingaráform í borginni, aðallega í  miðbænum. Hinsvegar er brýnt að borgaryfirvöld geri eitthvað í málinu þannig að byggingarréttur verði ekki eilífur og gildi aðeins í ákveðin tíma. Þannig myndu lóðareigendur þurfa að sækja um nýtt byggingarleyfi ef það sem “fylgdi” lóðinni yrði ekki notað innan ákveðins tíma.

Það er með öllu ólíðandi fyrirkomulag að skipulagsyfirvöld borgarinnar þurfi að liggja og sitja í takt við vilja lóðareigenda þar sem borgin yrði annars skaðabótaskyld og það ekki upp á neinar smáfjárhæðir, þessu fyrirkomulagi þarf að breyta og það núna!

Pirr dagsins: frekir fjármagnseigendur

Lag dagsins: We built this city – on rock and roll!

Þangað til næst!

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *