Við borgum ekki, við borgum ekki!

Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla Íslendinga fer fram á laugardaginn. Hún virðist vera hálf leynileg þar sem nánast engin umræða hefur orðið um hana. Upplýsingar má nálgast á netinu og síðan fékk maður lítinn bækling sendan heim. Ég þarf að passa mig á því að muna eftir þessu og segi fyrir mína parta að mig hefði langað að kjósa um e-h allt annað. Gaman væri að fá að kjósa um aðild Íslands að Nató svo dæmi sé tekið. Einnig held ég að margir séu illa upplýstir og umræða óábyrg þegar því er haldið fram að með því að kjósa nei sé fólk að neita því að borga Icesave. Þannig er það bara alls ekki, verið er að kjósa um samning sem fáir hafa kynnt sér til hlítar. Svo snýst öll umræðan um það að “betri” samningur sé á borðinu og því spyr maður sig hvað ætti að hvetja fólk til að samþykkja eitthvað þegar það liggur í loftinu að eitthvað betra sé í hendi? Erum við ekki á villigötum ef við ætlum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu hennar sjálfrar vegna? Búum við ekki við gríðarlegan niðurskurð í velferðar- og heilbrigðiskerfinu? Hvað kosta herlegheitin spyr maður sig, fyrir utan þá fjármuni sem þegar hafa farið í þetta? Ég tek það fram að ég er ekki andvíg þjóðaratkvæðagreiðslum – ég hef talað fyrir þeim lengi. Mér finnst bara leiðinlegt að allt stefnir í að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu lýðveldisins sé hálf tilgangslaus og á misskilningi byggð. Það er ekki verið að kjósa um hvort þjóðin vilji borga heldur á hvaða kjörum hún vill borga. Ég var með og ég var á móti og núna veit ég hreinlega ekki.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *