Viðhorfið skiptir máli II

Mörg atvik hafa komið upp síðustu misseri sem kalla á upplýsta umræðu um fordóma í garð geðsjúkra á Íslandi. Könnun Öryrkjabandalagsins sem birt var á vordögum gaf til kynna talsverða fordóma almennings gagnvart einstaklingum með geðraskanir. Niðurstöður sýndu m.a. að svarendur voru ósáttari við tilhugsunina um að fólk með geðsjúkdóm sæti á Alþingi fyrir þeirra kjördæmi, sinnti umönnun barna þeirra, afgreiddi í verslun eða starfaði með þeim að félagsmálum en blint fólk, heyrnarskert fólk og hreyfihamlað fólk.

Nýleg dæmi í fjölmiðlum s.s. Hraunbæjarmálið og bruninn í Iðufelli hafa leitt af sér neikvæða umræðu fjölmiðla og bloggheima um einstaklinga sem veikjast af geðsjúkdómum. Skilningur virðist vera að minnka en heilmikið hefur áunnist í valdeflingu geðsjúkra og vitundarvakningu gegn fordómum undanfarin áratug.

Ég tel mjög varhugavert að fjölmiðlar ali á fordómum í garð einstaklinga með geðraskanir í þeim tilgangi að selja blöð eða tryggja áhorf. Einn af hverjum fjórum íslendingum veikist af geðrænum sjúkdómi einverntímann á ævinni, og margir glíma við veikindi alla ævi. Lífslíkur þeirra sem greinast með geðraskanir eru 15-20 árum skemmri en annarra. Við þurfum upplýsta umræðu um málefni geðsjúkra, sú umræða þarf að eiga sér stað á grundvelli upplýsinga og án fordóma.

Tölum saman og vinnum saman gegn fordómum og með valdeflingu, upplýstri umræðu og betra samfélagi fyrir alla.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *