Virðing og kurteisi

Elín Kristgeirsdóttir, húsfreyja og amma mín kenndi mér að sýna öðrum þá háttsemi sem ég vildi að aðrir sýndu mér – vera kurteis og þakka fyrir mjólkurkexið.

Í samfélaginu er margt eins og það á ekki að vera. Frjálshyggjupésar hafa vaðið hér uppi í partýinu síðan ég man eftir mér. Ég hef unnið ýmis störf m.a við ræstingar t.d á börum og það er vond lykt og allt í drasli eftir gleðskap og skemmtun gærdagsins. Engin veit hver ræstingarkonan er -hún vinnur óþakklátt starf sem öllum þykir þó sjálfsagt því allir vilja koma að hreinu borði. Ef að við sem viljum hafa áhrif á samfélagið í átt til félagslegs réttlætis, kvenfrelsis og umhverfisverndar ætlum að gera það skv. gömlum forskriftum spillingar kann það ekki góðri lukku að stýra.

Við hljótum að vilja ný vinnubrögð.

Ég starfa í Klúbbnum Geysi, sem er vinnustaður þeirra sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða. Þar eru teknar samhljóma ákvarðanir eftir að allir hafa fengið að tjá sínar skoðanir, en auk þess hlustað á sjónarmið annarra. Það getur oft verið erfitt að vinna í slíku umhverfi en jafnfram gefandi – ákvarðanir taka lengri tíma, en það er staðföst skoðun mín að ákvarðanir verði vandaðri eftir því sem að fleiri koma að þeim.

Samræður eru erfiðari en einræður – en hverju skila ræður sem engin hlustar á nema ræðumaðurinn? Er ekki eðlilegt að kona spyrji sig;

Hvernig getur fólk ætlast til að aðrir sýni þeim kurteisi ef þeir umgangast hvort annað af vanvirðingu og hroka?

Ef að við í vinstrihreyfingunni grænu framboði ætlum að breyta samfélaginu í átt að félagslegu réttlæti og samræðum þá er eðlilegast að við byrjum innan okkar eigin raða – verum róttæk – verum hugsjónarfólk – vinnum saman og tölum saman.

Ræða flutt á Flokksráðsfundi Vinstri-grænna 20.maí 2011.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Ræður

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *